Hlaupahópur Breiðabliks hittist yfirleitt í Smáranum og hleypur þaðan. Í hópnum er mikil breidd. Meðal hlaupara í hópnum eru utanvega- og fjallahlauparar, maraþonhlauparar, hlauparar sem vilja halda sig við styttri vegalengdir og einnig hlauparar sem eru kannski ekki endilega að stefna að ákveðinni vegalengd heldur vilja fá góða æfingu í skemmtilegum félagsskap. Það hafa reyndar allir félagarnir sameiginlegt, að njóta þess að hlaupa í góðum félagsskap.