Aðalfundur knattspyrnudeildar fór fram í gærkvöldi í glersalnum á Kópavogsvelli. Venju samkvæmt voru hefðbundin aðalfundarstörf þar sem Ólafur Hrafn Ólafsson fráfarandi formaður fór m.a. yfir skýrslu stjórnar og Gunnar Þorvarðarson fráfarandi gjaldkeri fór yfir ársreikning deildarinnar.
Ný stjórn var kosinn en ljóst var fyrir fundinn að Ólafur Hrafn Ólafsson formaður, Vilhelm Már Þorsteinsson varaformaður, Gunnar Þorvarðarson gjaldkeri, Snorri Arnar Viðarsson formaður mfl. ráðs karla og Lilja Víglundsdóttir formaður unglingaráðs gæfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu.

Ný stjórn er því skipuð eftirtöldum aðilum og skipti hún með sér verkum strax á fyrsta fundi að loknum aðalfundinum:
Orri Hlöðversson formaður
Helgi Aðalsteinsson varaformaður
Halldór Arnarsson gjaldkeri
Flosi Eiríksson ritari
Hörður Heiðar Guðbjörnsson formaður mfl. ráðs karla
Ingibjörg Auður Guðmundsdóttir formaður mfl. ráðs kvenna
Jóhann Þór Jónsson formaður barna- og unglingaráðs.

Um leið og ný stjórn er boðin velkomin til starfa er fráfarandi stjórn þökkuð gott og óeigingjarnt starf fyrir deildina.