Sindri Hrafn Guðmundsson, spjótkastari úr Breiðabliki, hóf keppnistímabilið af miklum krafti þegar hann sigraði í spjótkasti á UC Irvine Spring Break háskólamótinu þann 16.febrúar. Sindri Hrafn kastaði 80,49 m og bætti sinn besta árangur um rúma 3 metra. Með þessu sló hann eigið skólamet, setti vallarmet og náði lágmarki á EM í Berlín í sumar.  Sindri Hrafn er þar með fimmti Íslendingurinn sem kastar yfir 80 m í spjótkasti. Þetta fyrsta mót á utanhústímabilinu lofar góðu fyrir komandi keppnistímabil og það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni.