Á aðalfundi Breiðablik um daginn var karatedeildin valin deild ársins 2107 hjá Breiðablik, viðurkenningin er fyrir góðan árangur á mótu og er okkur öllum hvatning til að halda áfram og gera enn betur. Þetta er í fjórða skiptið sem við hljótum þennann heiður en það var árin 1989, 2002 og 2008.

Fleira markvert gerðist á aðalfundinum, Helgi Jóhannesson var heiðraður fyrir störf sín og útnefndur Heiðursbliki. Helgi er vel að þessu kominn og óskum við Helga innilega til hamingju með þetta. Helgi hefur verið viðriðinn deildina lengi og sinnt margvíslegum störfum fyrir deildina af æðruleysi og óeigingirni. Helgi hefur sem þjálfari og nú síðast yfirjálfari átt mjög stóran þátt í árangri og uppgangi karatedeildarinnar innan vallar sem utan. Helgi hefur verið í stjórn Karatedeildarinnar frá 1988, með hléum, formaður í nokkur skipti, nú síðast 2017-2018.

Helgi átti framúrskarandi keppnisferil, var margfaldur Íslandsmeistari í karate. Helgi hefur hlotið afreksbikar Breiðabliks, var afreksmaður UMSK og Íþróttamaður Kópavogs 1989. Einnig hlaut Helgi Silfurmerki ÍSÍ 2010. Að auki hefur Helgi verið í stjórn Karatesambands Íslands, verið landsliðsþjálfari og sinnt dómgæslu heima og heiman.

Á myndinni er Helgi ásamt öðrum sem voru heiðraðir á Aðalfundinum.