Þorlákur Árnason, landsliðsþjálfari U15 karla, hefur valið hópinn sem leikur tvo leiki gegn Sviss, 8. og 10. maí næstkomandi. Leikirnir fara báðir fram á Eimskipsvellinum í Laugardal.

Í hópnum eru blikarnir Sverrir Þór Kristinsson, Sverrir Hákonarson, Anton Logi Lúðvíksson, Tómas Bjarki Jónsson og Danjiel Dejan Djuric.

Fyrri leikurinn fer fram þriðjudaginn 8.maí kl.19.15 og síðari leikurinn fimmtudaginn 10.maí kl.11.00.