Snorri Hrafnkelsson hefur samið við Breiðablik og mun leika með liðinu í Dominosdeildinni á komandi keppnistímabili. Snorri er uppalinn Bliki og er því að snúa aftur heim í Kópavoginn eftir að hafa verið á flakki undanfarin ár, en hann hefur til að mynda spilað með Njarðvík, Keflavík, KR og núna síðast Þór Þorlákshöfn.

Snorri sem er fæddur árið 1993 er rúmir tveir metrar á hæð og mjög hreyfanlegur leikmaður sem getur bæði spilað stöðu kraftfarmherja og miðherja. Körfuknattleiksdeild Breiðabliks er hæstánægð með ráðningu Snorra og mun hann koma með úrvalsdeildarreynslu í ungt lið Breiðabliks.

Pétur þjálfari hafði þetta að segja um félagaskiptin:

„Það er frábært að fá Snorra inn, hann leikmaður með reynslu úr úrvalsdeild og hann bætir við kærkomnum sentimetrum við hópinn. Þetta er leikmaður sem ég sé fyrir mér að passi vel inn í þann leikstíl sem við munnum leggja upp með næsta vetur“

Sjálfur hafði Snorri þetta að segja um sín vistaskipti:

„Það er gott að vera kominn aftur heim og ég hlakka til að hjálpa liðinu í Dominosdeildinni, mér líst vel á hópinn og þjálfarann og á von þetta verði skemmtilegt tímabil“

Við bjóðum Snorra velkominn aftur heim í Kópavoginn.