Á vormóti Fjölnis sem er barna og unglingamót (11-14 ára) náðu keppendur frá Breiðabliki frábærum árangri. Blikar sigruðu í 12 greinum af 25 sem keppt var í á mótinu, auk annarra og þriðju verðlauna.

Katla Margrét Jónsdóttir 11 ára sigraði í 4 greinum og þau Júlí Kristín Jóhannsdóttir 13 ára og Markús Birgisson 13 ára sigruðu í 3 greinum. Alls voru 20 persónulegar bætingar hjá keppendum Breiðabliks á mótinu.

Mikil gróska og fjölgun er í þessum aldursflokkum undirgóðri stjórn Alberto Borges Moreno og hans samstarfsfólki og bjartir tímar framundan hjá frjálsíþróttadeildinni. Næsta verkefni þessa hóps er M.I. 11-145 ára á Egilsstöðum 23 og 24 júni og síðan Unglingalandsmót U.M.F.I í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgi.

Hérna er slóð á Mótaforritið Þór þar sem hægt er að skoða úrslit mótsins.