Um helgina fór fram MÍ í fjölþrautum á Laugardalsvelli. Þar kom okkar helsta fjölþrautarfólk saman og atti kappi um Íslandsmeistaratitilinn í fjölþraut. Keppt var í tíu þrautargreinum fyrir karla og sjö greinum fyrir konur. Blikar h staðið si

Af þeim tíu félögum sem skráð voru til leiks varð Breiðablik sigurvegari með flesta titla alls 29 samtals 18 gull, 7 silfur og 4 brons.

Í tugþraut karla 20 og eldri var það Ingi Rúnar Kristinsson sem náði samanlagt 6677 stigum og varð þar með íslandsmeistari þriðja árið í röð.

Bjarki Rósantsson hafnaði í 5 sæti með 5177 stig og Ari Sigþór í því 7 með 2594 stig.

Katla Rut Robertsdóttir Kluvers varð íslandsmeistari í sjöþraut stúlkna 16-17 ára með 3998 stig.

Í tugþraut pilta 18-19 ára varð Reynir Zoëga íslandsmeistari með 4887 stig. Reynir skilaði reyndar mjög góðum árangri fyrir hönd blika með því að raða inn fyrstu sætum í þeim greinum sem hann keppti í á mótinu.

Þeir Bjarki Rósantsson og Reynir Zoëga voru báðir með margar bætingar í þeim greinum sem þeir tóku þátt í á mótinu og eiga mikið inni fyrir komandi tugþrautamót. Úrslit móta má sjá á heimasíðu FRÍ.

Áfram Breiðablik.

Björgvin Brynjars tók myndir á mótinu og þær má sjá með því að smella hér

Viðtal við Inga Rúnar sem tekið var fyrir keppnina má sjá með að smella hér