4.flokkur kvenna hélt til Salou á Spáni í lok júní mánaðar og tók þátt á Barcelona Summer Cup sem er mót haldið í stúlknaflokki fyrir 2004 stelpur. Breiðablik bar sigur úr býtum á mótinu og í mótslok var Þórhildur Elín Ásgeirsdóttir valin besti leikmaður mótsins af mótshöldurum. Eyrún Vala Harðardóttir skoraði flest mörk á mótinu og fékk hún viðurkenningu fyrir þann árangur í mótslok.

Stelpurnar voru á Spáni í 8 daga og var mikið skemmtilegt brasað á meðan. Fóru stelpurnar meðal annars í skoðunarferð um heimavöll Barcelona, skelltu sér í skemmtigarðinn Port Aventura og skemmtu sér vel á ströndinni.