Sindri Hrafn, kastaði spjóti 80,91 metra og bætti sinn fyrri árangur um 32 sentimetra í Javelin festival í Jena Þýskalandi.

Sindri Hrafn átti fimmta lengsta kast fyrir mótið í Jena. Með árangri sínum komst Sindri Hrafn upp í þriðja sæti á afrekslista íslenskra spjótkastara frá upphafi. Aðeins Einar Vilhjálms­son, Íslandsmet­hafi, og Sigurður Einarsson hafa náð betri árangri. Einar 86,80 metra og Sigurður 84,94 metra. Sindri Hrafn hefur verið að bæta sig gríðarlega undanfarið og er búinn að stimpla sig inn sem einn af okkar bestu spjótkösturum sem við eigum á landinu, enda Bliki.

Sindri hefur nánast verið með persónulegar bætingar í hverju móti sem hann tekur þátt í og er lítið sem stoppar hann þar.