Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins – Upphitun

Það er risadagur framundan hjá okkur Blikum.
Við hefjum upphitun fyrir Bikarúrslitaleikinn kl. 17.00 á Þróttaravelli þar sem verður boðið upp á pylsur, gos og svala og sitthvað fleira.
Þar verða hoppukastalar og andlitsmálning.
Gulli Gull mætir og fer yfir liðin sem mætast. Blaz Roca kemur og tekur nokkur lög og peppar upp mannskapinn. Hilmar Jökull og Kópacabana sjá svo um að æfa stuðningsmannalögin og leiða hópinn að Laugardalsvelli um kl. 18.30.
Minnum á að miðasalan fer fram á tix.is https://tix.is/is/buyingflow/tickets/6498/

Nú mæta allir Blikar og styðja við stelpurnar í átt að Bikarmeistaratitlinum.