Það eru stórir hlutir að gerast þessa vikuna hjá Blikum. Á fimmtudag tekur karlaliðið á móti Víkingi frá Ólafsvík í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á Kópavogsvelli og hefst leikurinn kl. 18.

Á föstudaginn leikur svo kvennaliðið við Stjörnuna um sjálfan Mjólkurbikarinn. Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst kl. 19.15. Miðasala fer fram á tix.is en það er frítt fyrir 16 ára og yngri. Hægt er að fara beint inn á miðasöluna hérna https://tix.is/is/buyingflow/tickets/6498/

Breiðablik verður með upphitun fyrir leikinn í og við tjaldið á Þróttaravellinum og hefst upphitunin kl. 17.

Það verða í grillaðar pylsur gos og fleira í boði Knattspyrnudeildarinnar. Þá verða ýmis skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna ásamt því að Kópacabana hitar mannskapinn upp fyrir öflugan stuðning úr stúkunni.

Stuðningurinn úr stúkunni er gríðarlega mikilvægur á báðum leikjum og eru allir blikar hvattir til að mæta í Grænu og styðja við bæði karla- og kvennaliðið.