Vetrarstarfið fer vel af stað, iðkendur hafa ekki verið fleiri í mörg ár og allt útlit fyrir frábæran karatevetur.
Karateskólinn æfir 2x í viku. Í Karateskólanum er stór hópur af 2013 krökkum að læra undirstöður karate í leik, margt skemmtilegt brallað þar (vinaæfingar, keppnir og fleira). Barnaflokkar, unglingaflokkar og fullorðnir fara sömuleiðis vel af stað og margir sem eru búnir að flytjast á milli flokka.
Æfingatafla vetrarins hefur sjaldan ef ekki aldrei verið metnaðarfyllri. Við bættum við aukaæfingum í kata og kumite fyrir yngri hópa, lögðum ríkari áherslu á styrktar,- og áfram eru keppnsiæfingar fyrir eldri iðkendur. Aukaæfingarnar kosta ekki aukalega og eru opnar öllum iðkendum:
  • Styrktaræfingar (+13 ára) á þri/fös kl 18.
  • Kata yngri (B1, B2, U1, U2) á mið kl 18.
  • Kumite yngri (B1, B2, U1, U2) á fim kl 18.
  • Keppnisæfingar (Fullorðnir, Meistaraflokkur) á þri/fim kl 20.
Framundan hjá deildinni og iðkendum er meðal annars:
  • Smáþjóðaleikarnir í San Marínó – Blikarnir Svana Katla Þorsteinsdóttir, Móey María Sigþórsdóttir McClure, Tómas Pálmar Tómasson, Tómas Aron Gíslason, Bjarni Hrafnkelsson og Samúel Týr Sigþórsson McCLure keppa með landsliði Íslands í karate í lok september.
  • Kynningarfundur – kynningarfundur fyrir iðkendur , foreldra og aðstandendur – dagssetning auglýst síðar.
  • Fjörkálfamót – karatemót fyrir yngri iðkendur, verður haldið í Smáranum þegar líður á veturinn.
  • Íslandsmót í kumite – fyrir unglinga og fullorðna verður í október.
  • Bikarmót KAÍ – verður í nóvember.
Skráning og greiðslu æfingagjalda er á https://breidablik.felog.is/
Ferðir frístundavagnsins eru hér: https://breidablik.is/um-okkur/blikavagninn/
Stundaskrá karatedeildarinnar er hér: https://breidablik.is/karate/aefingatafla-karate/