Þann 13. febrúar næstkomandi kl. 17:30 mun Breiðablik leika í 4 liða úrslitum Geysisbikarsins í Laugardalshöll. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem meistaraflokkur kvenna hjá Breiðablik keppir í undanúrslitum bikars í Höllinni og skorum við því á alla Blika að fjölmenna í Laugardalshöll, hvetja stelpurnar alla leið í úrlitin og verða hluti af körfuboltasögu félagsins.

Félagið hefur fengið úthlutað miðum til sölu og rennur allur ágóði af þeirri miðasölu til Körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, en Breiðablik nýtur ekki góðs af öðrum seldum miðum, svo við hvetjum fólk og fyrirtæki til að styðja við félagið okkar allra með því að kaupa miða á leikinn í gegnum miðasöluslóð Breiðabliks.

Miðaverð er kr. 2000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn 5-15 ára.

Smellið hér til að kaupa miða: https://tix.is/is/specialoffer/jnkuxdshihcf6