Fyrsti vinningur í jólahappdrætti Breiðabliks genginn út!

Í desember síðastliðnum fór Breiðablik af stað með árlegt Jólahappdrætti sem verður stærra og glæsilegra með hverju árinu. Jólahappdrættið er frábær fjáröflun fyrir félagið og iðkendur þess. Af mikilli eljusemi gengu iðkendur félagsins hús úr húsi í Kópavogi og seldu bæjarbúum happdrættismiða. Félagið vill nýta tækifærið og  skila þökkum til allra þeirra sem lögðu iðkendunum og félaginu lið með því að kaupa happdrættismiða. Stuðningur samfélagsins við íþróttastarfið er ómetanlegur.

Alls voru 154 vinningar í happdrættinu og heildarverðmæti vinninga var 3.168.381kr. aðalvinningur var ferð fyrir tvo á knattspyrnuleik erlendis með Vitasport að verðmæti 250.000kr.

Það er óhætt að segja að feðgarnir Guðmundur Hermannsson og Hermann Guðmundsson hafi dottið í lukkupottinn því þeir hrepptu aðalvinninginn og tryggðu sér þar með ferð út á fótboltaleik. Lúðvík Arnason forstöðumaður Vitasport afhenti þeim vinninginn við hátíðlega athöfn í Smáranum.