Landsmótið í skólaskák fór fram um helgina í húsnæði Skákskóla Íslands. Blikarnir og skólafélagarnir úr Hörðuvallaskóla Vignir Vatnar Stefánsson (2291) og Benedikt Briem (1811) komu sáu og sigruðu. Vignir Vatnar í eldri flokki (8.-10. bekk) og Benedikt í þeim yngri (1.-7. bekk).

Eldri flokkur

Vignir Vatnar hlaut 6 vinninga í 7 skákum. Vignir lét ekki tap í annarri umferð gegn Arnari Milutin Heiðarssyni (1761) slá sig út af laginu heldur vann rest.

Stephan Briem (2213) Breiðablik varð annar með 5½. Arnar Milutin Heiðarsson (1761) Breiðablik og Alexander Oliver Mai (2025) TR urðu jafnir í 3.-4. sæti og fékk Arnar bronsið eftir stigaútreikning.

Lokastaðan á Chess-Results.

Yngri flokkur

Það var mikil spenna í yngri flokknum og þrír efstir og jafnir fyrir lokaumferðina. Svo fór að Benedikt Briem (1811) varð einn efstur með 5½ vinning. Gunnar Erik Guðmundsson (1775) Breiðablik, Benedikt Þórisson (1400) TR, Óttar Örn Bergmann Sigfússon(1400) Huginn og Adam Omarsson (1244) TR urðu jafnir í 2.-5. sæti með 4½ vinning. Gunnar Erik fékk silfrið eftir stigaútreiking en Benedikt Þórisson fékk bronsið.

Lokastaðan á Chess-Results.

Landsmótsstjóri var Ingibjörg Edda Birgisdóttir. Hún og Þórir Benediktsson önnuðust skákstjórn.