Knattspyrnudeild Breiðabliks hefur nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi milli Ágústar Gylfasonar og knattspyrnudeildar Breiðabliks.

Ágúst mun láta af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla að loknum leik Breiðabliks og KR þann 28. september n.k. þegar núverandi keppnistímabili lýkur.

Knattspyrnudeild Breiðabliks þakkar Ágústi kærlega fyrir hans frábæru störf sem þjálfari síðustu tvö ár og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

Knattspyrnudeild Breiðabliks