Halldór Árnason hefur skrifað undir samning sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Blikum. Halldór hefur verið aðstoðarþjálfari Óskars Hrafn Þorvaldssonar hjá Gróttu undanfarin tvö ár og flytur því sig um set innan UMSK samstarfsins eins og Óskar.
Halldór sem er með UEFA A gráðu í knattspyrnuþjálfun var einnig yfirþjálfari yngri flokka hjá Seltjarnarnesliðinu undanfarin ár.
Þeir Óskar Hrafn og Halldór hafa náð mjög góðum árangri með Gróttuliðið og komu þeim meðal annars upp úr 2. deild í þá efstu á aðeins tveimur árum. Það verður því spennandi að fylgjast með þeim félögum á nýjum vígstöðvum.
Blikar bjóða Halldór velkominn í Kópavogi og vonast til að þeir félagar haldi áfram á sigurbraut með Blikaliðið.