Ágætu foreldrar og forráðamenn

Mikil umræða hefur verið um höfuðhögg og afleiðingar þeirra í knattspyrnuhreyfingunni að undanförnu.  Haldin hafa verið fræðsluerindi og gefin út fræðslumyndbönd af hálfu KSÍ, sjá:https://www.ksi.is/fraedsla/heilbrigdismal/ekki-harka-af-ther-hofudhogg/.

Þjálfarar Breiðabliks hafa kynnt sér fræðsluefnið og munu taka mið af því ef upp koma atvik.

Einnig benda nýjustu rannsóknir til þess að skalla bolta sé ekki hættulaust fyrir börn.

Breiðablik mun ekki leggja neina áherslu á skallaæfingar hjá leikmönnum yngri en 12 ára líkt og gert hefur verið í Bandaríkjunum um nokkurt skeið. Lítil áhersla hefur verið á sköllun hjá Breiðabliki undanfarin ár en nú hefur þetta skref verið stigið til að taka af allan vafa fyrir börn og ungmenni sem æfa hjá Breiðablik.

Fylgst verður áfram með þróun þessara mála og ákvarðanir teknar út frá henni.

Barna- og unglingaráð Breiðabliks