Aðalfundur sunddeildar Breiðabliks var haldinn þann 5. maí.

Ágæt mæting var á fundinn. Á fundinum lét Bryndís Sigurðardóttir af formennsku. Auk Bryndísar hættu Gunnlaugur Þór Guðmundsson og Gísli Ágústsson í stjórn. Nýjar í stjórn eru Anna Steinunn Ingólfsdóttir og Jónína Guðmundsdóttir sem tók við formennsku.

Ný stjórn sunddeildar Breiðabliks (frá vinstri):
Guðlaug Björnsdóttir
Þóra Kristín Bjarnadóttir
Jónína Guðmundsdóttir, formaður
Hjördís Rögn Baldursdóttir
Hákon Hrafn Sigurðsson, gjaldkeri
Anna Steinunn Ingólfsdóttir

Við þökkum fráfarandi formanni og stjórn fyrir gott starf. Þetta er óeigingjarnt starf í þágu flottra sundmanna og sundkvenna sem Blikar eiga.

Áfram Breiðablik💚