17. júní skemmtun við Fífuna 🇮🇸🇮🇸

Kópavogsbær efnir til hátíðarhalda 17. júní með óhefðbundnu sniði í ár í ljósi aðstæðna. Margt um að vera í bænum, hér og þar.

Fyrir íbúa í Smárahverfi er sérstaklega bent á að það verða hátíðarhöld við Fífuna, með skemmtikröftum og leiktækjum milli 14 og 16. Bílalest fer um bæinn sem nokkurs konar upphitun milli 12 og 14. Hún stoppar við leikskólann Læk kl. 12.40.

Nánari upplýsingar má finna á kopavogur.is: https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/17-juni-i-kopavogi-med-odru-snidi