fbpx

Fyrirvari vegna myndatöku á Símamótinu

Hluti af Símamótinu er myndataka frá setningu mótsins, leikjum keppenda og stemningunni af hliðarlínunni. Frá árinu 2011 hefur SportHero séð um að varðveita sögu mótsins með myndatöku á þátttakendum og umgerð Símamótsins. Mótið er allt myndað við bestu aðstæður og geta foreldrar nálgast myndir af barni sínu á merktu svæði á mótinu sem og nálgast myndirnar af heimasíðu SportHero eftir að mótinu líkur.

Allir þátttakendur fara með liði sínu í liðsmyndatöku og að loknu mótsins gefst forráðamönnum kostur á að nálgast myndirnar af liði sínu án endurgjalds, af heimasíðunni www.sporthero.is

Með þátttöku á Símamótinu er forráðamönnum því ljóst að barn þeirra verður að öllum líkindum myndað og þeir samþykkir því og myndir birtast af börnum þeirra, þeim til nálgunnar á mótinu eða af heimasíðu SportHero.

Til þeirra forráðamanna sem ekki vilja að barn þeirra sé myndað, er þeim bent á að senda póst á afskraning@sporthero.is og tilgreina nafn nafn barns, lið, númer á treyju og leiktíma liðsins svo hægt sé að verða við óskum um að barn sé ekki myndað. Frekari fyrirspurnum um myndatöku er einnig hægt fá svör við með pósti á johann@sporthero.is eða með símtali í síma: 662-1111