fbpx

Litla Símamótið

Léttleikinn verður í fyrirrúmi á Litla Símamótinu. Leikið verður í þremur hollum í Fífunni á laugardaginn,

Fyrsta holl = 9:00 -10:13

Annað holl = 10:45-11:58

Þriðja holl = 12:30-13.33

Lára og Ljónsi kíkja í heimsókn, bæði kl 10:20 og svo aftur kl 12:00

Hvert lið spilar sex leiki sem eru 1x8mín, svo eru alltaf 5mín á milli leikja til að koma sér á næsta völl.

Allir leikir verða flautaðir í gang á sama tíma en þjálfarar hvers liðs sjá um dómgæslu sinna liða og ekki verður haldið utan um úrslit.

Fífunni verður skipt upp í átta svæði/velli.
Á sex svæðanna(41-46) verða spilaðir hefðbundnir 5 v 5 leikir en hinum svæðunum(40 og 47) verður skipt upp í þrjá
velli hvert þar sem spilað verður á lítil mörk 1 v 1, 2 v 2 eða 3 v 3 eftir því sem hentar hverju liði.

Annars vísum við á mótsreglur Símamótsins sem gilda
https://breidablik.is/knattspyrna/simamot/motsreglur/ .

Á litlu völlunum gilda sömu reglur nema þar er ekki markvörður og því engum leyfilegt að handleika knöttinn.

Þátttakendur á Lilta Símamótinu eru velkomnir á alla afþreyingu á svæðinu á meðan á móti stendur.

Fulltrúi hvers liðs sækir mótsgjafir í tengibyggingu í Smáranum á fimmtudegi milli 16 og 21.  Þetta er breyting frá því áður en nauðsynleg til að stelpurnar komist á landsleikinn á föstudag.

Mótsgjöf: gjöf frá Símanum, Símamótsarmband, þátttökumedalía

Smellið á vallakortið hér fyrir neðan til að nálgast leikjaplan Litla Símamótsins