ALMENNAR UPPLÝSINGAR

Munum að hér eru börn að leik og enginn að spila úrslitaleik á HM.  Foreldrar eiga að hvetja alla, vera jákvæðir og tala vel um dómarann, andstæðinginn, þjálfara og samherja. Ungir dómarar eru að stíga sín fyrstu skref og þurfa að geta gert það án hrópa og kalla frá hliðarlínunni.

 

Keppnisvellir

Foreldrar stúlkna í 7. flokki sem keppa á Kópavogsvelli eru beðnir að virða afmarkanir á Kópavogsvelli og fara ekki inn fyrir þær

Á Blikavöllum og Fífuvöllum mega foreldrar vera á svæði kringum vellina en ekki á milli valla. Bara þjálfarar og varamenn mega vera á milli valla

                       

Sund

Allar stelpur fá frítt í sund með því að framvísa þátttökubandi – bæði í Salalaug og Kópavogslaug í vesturbænum

Skv. reglugerðum þarf 1 fullorðinn á hver 2 börn, séu þau á 9. ári eða yngri. Annars 1 fullorðinn á 4-8 krakka, þ.e. ef börnin eru á 10. ári eða eldri. Þeir fylgdarmenn sem lög og reglur gera ráð fyrir að þurfi að fylgja fá frítt ofan í líka.

Frá Íþrótta- og tómstundaráði Kópavogsbæjar:      

Við viljum að mótið verði frábær upplifun í alla staði fyrir keppendur og líka sundferðin og það þarf því að passa að það gerist ekki að átta 7 ára knattspyrnu snillingar komi í sund eftir frábæran dag á vellinum með einn fylgdarmann og allir sendir heim

 

Rútuferðir til og frá Salaskóla

Reglulegar rútuferðir verða til og frá Salaskóla fyrir liðin sem gista þar – liðstjórar liða í Salaskóla geta haft samband við umsjónarmann skóla (Arna Sif, s. 698-8884) til að fá upplýsingar um ferðir. 

Rútan stoppar í útskoti í Dalsmára við hlið Smáraskóla

Það eru mjög mörg lið að gista í Salaskóla og rútan sem gengur þaðan og niður á völl er hugsuð til að koma þeim liðum fram og til baka frá svefnstað. Hún er ekki hugsuð sem sundrúta fyrir liðin sem gista í Smáraskóla. Liðin í Salaskóla eiga því alltaf forgang í rútuna. Einnig má benda á að leið 2 hjá Strætó gengur beint upp eftir frá Fífuhvammsveginum og stoppar rétt hjá sundlauginni og leið 28.

 

Liðsmyndataka

LIÐSMYNDIR, verða teknar föstudag og laugardag við stúkuna á aðalvelli Breiðabliks.  Hvetjum við liðin til að koma sem fyrst í liðsmyndatöku. Liðsmyndirnar verður síðan hægt að nálgast FRÍTT í boði Símans á heimasíðu SportHero, www.sporthero.is og á Facebooksíðu Símans, https://www.facebook.com/siminn.is/

MYNDIR ÚR LEIKJUM, SportHero myndar stelpurnar á mótinu. Laugardag og sunnudag verður hægt að skoða myndirnar sem og kaupa ef það finnst eins og ein góð

 

Tennishöllin

Tennishöllin bak við Sporthúsið verður opin á laugardeginum milli 10 og 17. Keppendur mega koma og leika sér að kostnaðarlausu.

 

Sjónvarp Símans

Sjónvarp Símans sýnir beint frá mótinu.  Efnið verður aðgengilegt í VOD-inu eftir mót.

 

Skólar

Skólarnir opna kl. 14 á fimmtudag. Búið er að raða félögum í stofur í skólanum. Bannað vera með bolta inni í skólanum, allir skór eiga að vera í skóhillum, mikilvægt að ganga vel um skólana og hlutina sem þar eru geymdir. Foreldrar eru beðnir um að skila stofunum sópuðum við brottför fyrir kl 12 á sunnudegi. Umsjónarmaður skóla er Arna Sif (s. 698-8884). Vakt er í báðum skólum allan sólarhringinn.

Vinsamlegast athugið að gististaðirnir, Smáraskóli og Salaskóla, eru hnetulausir skólar.

Nestisaðstaða, óskilamunir

Hægt er að borða nesti á 2.hæð í Smáranum. Allir óskilamunir fara í afgreiðsluna í Smáranum.