fbpx

Reglur á Símamóti

Farið er eftir sérreglum Símamótsins og reglugerðum KSÍ um 5 og 7 manna bolta í öllum flokkum.

Helstu reglur:

 • Í leikjum er aldrei skráður meiri markamunur en 3 mörk (á Litla Símamótinu eru ekki skráð úrslit).
 • Í riðlakeppni er stigakeppni. 3 stig eru gefin fyrir sigur og 1 fyrir jafntefli.
 • Upphafsspyrna skal tekin á miðju og er heimilt að spyrna í hvaða átt sem er.
 • Skipti á leikmönnum skulu fara fram ca. á miðjum vallarhelmingi og mega fara fram hvenær sem er í leiknum.
 • Ef boltinn fer út fyrir hliðarlínu skal taka innspark eða knattrak.
  • Innspark: Bolti er lagður kyrr á hliðarlínu og honum komið í leik með sendingu. Óheimilt er að lyfta bolta hærra en í hnéhæð með innsparki. Óheimilt er að skora beint úr innsparki.
  • Knattrak: Bolti er lagður kyrr á hliðarlínu og honum komið í leik með því að rekja boltann af stað frá hliðarlínu.
 • Óheimilt er að skora mark úr upphafsspyrnu og þegar miðja er tekin eftir að mark er skorað.
 • Tekin er miðja eftir að mark er skorað.
 • Þegar aukaspyrna er tekin þarf andstæðingurinn að vera í minnst 6 metra fjarlægð.
 • Sérregla fyrir 7. og 8. flokk: Eftir að boltinn hefur farið aftur fyrir endamörk eða þegar markmaður grípur bolta skulu mótherjar bakka aftur fyrir miðju þar til markvörður hefur komið boltanum í leik.
 • Dómarar geta vikið leikmanni af leikvelli fyrir grófan leik eða óíþróttamannslega framkomu. Ef leikmanni er vikið af leikvelli getur viðkomandi ekki tekið frekari þátt í leiknum en heimilt er að skipta öðrum leikmanni inn á í stað þess sem vikið hefur verið af leikvelli.

Markmaður

 • 5. flokkur:
  • Reglur KSÍ fyrir 7 manna bolta gilda.
 • 6., 7. og 8. flokkur:
  • Markmanni er heimilt að grípa boltann eftir innspark frá samherja.
  • Markmanni er heimilt að handleika boltann eftir sendingu frá samherja.
  • Eftir að boltinn hefur farið aftur fyrir endamörk er markmanni bæði heimilt að kasta og sparka boltanum út. Kjósi markmaður að sparka boltanum út skal hann gera það af jörðinni, hvar sem er í vítateignum. Einnig má koma bolta í leik með því að rekja hann af stað.

Hornspyrna

Hornspyrna tekin þar sem marklína og hliðarlína skerast í öllum flokkum. Í 6. og 7.fl má nota knattrak í hornspyrnu.

Jöfn lið að stigum í riðlum (á ekki við Litla Símamótið)

Ef lið eru jöfn að stigum í riðlakeppni á föstudegi og laugardegi skal eftirfarandi ráða úrslitum í þessari röð;

 • Markamismunur
 • Innbyrðis viðureignum
 • Hlutkesti

Krossspil, bikarleikir og lokaleikir (jafningjaleikir) – á ekki við Litla Símamótið

 • Í krossspili skal framlengja leikinn um 2×3 mínútur og síðan skal varpa hlutkesti.
 • Í lokaleikjum merktir Bikarleikir skal framlengt um 2×3 mínútur. Sé enn jafnt að þeim tíma liðnum deila liðin með sér efsta sætinu og bæði lið fá bikar.
 • Í öðrum lokaleikjum (jafningjaleikjum) er ekki framlengt. Ekki er varpað hlutkesti til að fá úrslit í lokaleikjum á sunnudegi. Jafntefli stendur og lið deila með sér efra sæti.

Hlutkesti (á ekki við Litla Símamótið)

 • Mótsstjórn varpar hlutkesti þegar það á við. Ekki er gert ráð fyrir að þjálfarar/ staðgenglar félaga séu viðstaddir hlutkesti nema sérstaklega sé óskað eftir því við mótsstjórn.
Flokkur Leiktími Fjöldi leikmanna Stærð bolta
8.flokkur 1 x 8 mín 5 3
7.flokkur 2 x 10 mín 5 3
6.flokkur 2 x 12 mín 5 3
5.flokkur 2 x 12 mín 7 4