Mótsstjórn Símamótsins, ásamt Barna- og Unglingaráði Breiðabliks, þakkar öllum þeim sem tóku þátt og aðstandendum þeirra á Símamótinu 2020 fyrir frábæra ⚽️⚽️ daga.
Hundruðir sjálfboðaliða gera þetta mót að veruleika og eiga þeir heiður skilið fyrir óeigingjarnt starf en án þeirra væri ekki hægt að gera þetta mót að veruleika ár eftir ár.
Við þökkum Kópavogsbæ, starfsmönnum Breiðabliks og bakhjarli okkar, Símanum, fyrir þeirra stuðning.
Hlökkum til að taka á móti ykkur á næsta ári.