Entries by

Símamótinu lokið

Mótsstjórn Símamótsins, ásamt Barna- og Unglingaráði Breiðabliks, þakkar öllum þeim sem tóku þátt og aðstandendum þeirra á Símamótinu 2020 fyrir frábæra daga. Hundruðir sjálfboðaliða gera þetta mót að veruleika og eiga þeir heiður skilið fyrir óeigingjarnt starf en án þeirra væri ekki hægt að gera þetta mót að veruleika ár eftir ár. Við þökkum Kópavogsbæ, […]

Háttvísiverðlaun KSÍ og Landsbankans

Háttvísiverðlaun KSÍ og Landsbankans eru verðlaun fyrir góða háttvísi og heiðarlega framkomu allra sem að mótum koma. Þetta á við um leikmenn, þjálfara, foreldra, áhorfendur. Eftirtalin félög fengu háttvísiverðlaun: 7. flokkur Haukar 6. flokkur Leiknir Reykjavík 5. flokkur Vestri Sækja má verðlaunin í mótsstjórnir.

Svör við spurningarleik

Ef einhver lið eru ekki búin að skila svörum í spurningarleiknum þá þarf að gera það strax. Mótsstjórn í Fagralundi tekur við blöðum frá 5. flokki en 6. og 7.flokkur skila í Sporthero tjaldið á Kópavogsvelli.

Grillið í Fagralundi

Grillið hjá 5.flokki í Fagralundi byrjar kl. 16:30 rétt hjá liðsmyndatökunni og stendur til 18:30. Rúta í bíóið stendur liðum til boða sem verða enn á svæðinu uppúr kl. 18. Fyrsta rúta fer með ca. 50 manns kl.18:15, og svo koll af kolli. Rútan fer frá Furugrund við leikskólann.  Myndin er búin 21:15 og þá […]

Liðsmyndataka

Liðsmyndataka fyrir 6. og 7.flokk er hafin við tjaldið í stúkunni á Kópavogsvelli á sitthvoru svæðinu.  Einungis einn liðstjóri má fylgja 6.flokks liðum í myndatökuna þar sem myndatökusvæðið er bara eitt fyrir bæði 6.flokks hólfin.  Vinsamlegast virðið það. Liðsmyndataka fyrir 5.flokk í Fagralundi hefst fljótlega og verður í portinu við morgunmatssalinn. Við hvetjum liðin til […]