Innan skamms mun Íslandsmótinu í 5. og 4.flokki karla og kvenna ljúka. Árangur sumarsins er með eindæmum góður hjá þessum hópum. 5.flokkur karla tefldi fram 14 liðum í mótinu og 5 þeirra komust í úrslitakeppnina. Góður árangur var einnig hjá stelpunum því þær tefldu fram 8 liðum og 3 þeirra komst í úrslit. Í 4.flokki karla spiluðu 6 lið í mótinu en ekkert þeirra komst í úrslit að þessu sinni. Það voru 3 lið sem unnu sér rétt til að leika í úrslitakeppni í 4.flokki kvenna af þeim 5 liðum sem tóku þátt í Íslandsmótinu sem er glæsilegur árangur.

Það er mikið um að vera hjá Blikum um helgina enda hefur náðst til að mynda glæsilegur árangur í 5.flokki karla og kvenna og eru báðir flokkar að leika til úrslita um helgina og hvetjum við aðstandendur að mæta og styðja við Blikana.

Fös 11.sept kl. 17 Grindavíkurvöllur 5.fl ka A lið Grindavík-Breiðablik
Lau 12.sept kl.16 Kópavogsvöllur 5.fl ka B lið Breiðablik-HK
Sun 13.sept kl.13 Samsungvöllur 5.fl kv A lið Stjarnan-Breiðablik

Einnig eru 23 leikir hjá Breiðablik og fjölmargir þeirra í úrslitakeppninni, leikina má sjá með því að smella hér.