Kæru Kópavogsbúar og nærsveitamenn,

 

Okkur þykir leitt að tilkynna ykkur um að Þorrablóti félaganna sem fram átti að fara þann 22. Janúar næstkomandi hefur verið aflýst.

 

Við höfum í nokkurn tíma velt þessum málum fyrir okkur með það að leiðarljósi að geta haldið þennan viðburð á einhvern hátt, rafrænan, í smærri hópum eða miða við takmarkanir sem í gildi hafa verið eða beðið eftir breyttum takmörkunum.  Niðurstaðan er eins og að ofan er getið, blótinu hefur verið aflýst.

“Heimsmetsþorrablót” er ekki haldið í smærri hópum og því tilkynnum við ykkur að stærra, öflugra og síðast en ekki sýst glæsilegra blót verður haldið 21. Janúar 2022 í Kórnum.

-Nefndin.