Þann 28. janúar mun Íþróttahátíð Breiðabliks fara fram í Smáranum klukkan 17:30.

Sveinn Gíslason, formaður félagsins, mun setja hátíðina með stuttu erindi. Síðan verður íþróttafólkinu okkar sem skarað hefur fram úr á árinu 2020 veittar viðurkenningar.

Vegna ástandsins sem enn ríkir hefur verið ákveðið að hafa viðburðinn lokaðan og bjóða bara íþróttafólkinu okkar sem hlýtur viðurkenningar að mæta. Viðburðinum verður síðan streymt beint á á Blikar-TV á youtube.