Kæru Blikar!

Eins og flestum ætti að vera kunnugt um og hefur komið fram í fréttum dagsins að þá er Covid 19 alls ekki á bak og burt úr okkar samfélagi og smittölur dagsins eru því miður ekki góðar.

Að þeim sökum brýnum við fyrir öllum að fara varlega eins og áður og gæta sérstaklega að eigin sóttvörnum, grímunotkun, sprittun.
Eins biðjum við foreldra og forráðamenn að koma ekki inn í mannvirki félagsins nema í brýnustu nauðsyn beri til og eins að iðkendur komi einungis inní mannvirkin rétt fyrir æfingar og yfirgefi þau strax að æfingu lokinni.

Staðan núna er sú að við bíðum frekari frétta og fyrirmæla og eru reglur óbreyttar þar til annað verður ákveðið.