Kæru Blikar,

Frá og með morgundeginum, 25.mars, verður allt okkar íþróttastarf óheimilað til 15. apríl. Þetta kom fram á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar nú rétt í þessu.

Iðkendur félagsins þurfa samt ekki að örvænta. Þeir verða að sjálfsögðu áfram þjónustaðir í einhverskonar formi, hvort sem um er að ræða heimaæfingar eða annað skemmtilegt. Deildir félagsins munu kynna áætlanir sínar strax eftir helgi.

Breiðablik tekur þessu ástandi sem nú ríkir í þjóðfélaginu mjög alvarlega og fylgir þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Vinsamlegast farið varlega, hugið að hvort öðru og auðvitað sóttvörnum. Samstaðan mun koma okkur Blikaleiðina, léttleikandi, í gegnum þetta.

Við verðum á tánum og látum ykkur vita um leið og nýjar upplýsingar berast frá yfirvöldum.