Aðalfundur frjálsíþróttadeildar Breiðabliks verður haldinn fimmtudaginn 8. apríl kl 20:00.

Vegna samkomutakmarkanna verður áður auglýstur aðalfundur deildarinnar í formi fjarfundar í ár.

Hér má finna hlekk á fundinn : https://us02web.zoom.us/j/86305395820

Ársskýrsla deildarinnar hefur verið gefin út. Fundarmönnum gefst færi á að kynna sér efni hennar fyrir fundinn.
Skýrsluna má sjá hér:

Dagskrá fundar

Framkvæmd og dagskrá fundarins er skv. lögum Breiðabliks og er svohljóðandi:

1. Kosning fundarstjóra og ritara
2. Formaður leggur fram skýrslu stjórnar
3. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til samþykktar.
4. Rekstraráætlun kynnt
5. Kosning stjórnarmanna
6. Önnur mál