Þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga verður heldur betur fagnað í Kópavogi.

Á morgun, 17. júní, fara fram hvorki fleiri né færri en fimm hátíðir víðs vegar um bæinn.

 

Ein þeirra fer einmitt fram á bílaplaninu fyrir utan Fífuna og Smárann.

Um er að ræða svipað fyrirkomulag og tekið var upp í fyrra sökum samkomutakmarkanna.

 

Dagskrá:

10:00-10:30 17. júní hlaup Breiðabliks á Kópavogsvelli í umsjón Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks (fyrir börn í 1.-6. bekk).

12:00-16:00 Hoppukastalar og tívolítæki, öllum að kostnaðarlausu.

14:00-16:00 Listamenn skemmta

  • Eftirfarandi listamenn koma fram: Bríet, Selma og Regína Ósk, Lína Langsokkur, Saga Garðarsdóttir, Ræningjarnir úr Kardimommubæ, Leikhópurinn Lotta, Dansskóli Birnu Björns, Karíus og Baktus, Þorri og Þura, Gugusar, Sikurs, Eva Ruza og Hjálmar.
  • Þessum listamönnum verður hinsvegar skipt niður á hátíðarsvæðin fimm.
  • Hver listamaður kemur fram á tveimur stöðum.
  • Mikil leynd ríkir yfir því hvaða listamenn koma fram í Smáranum.

 

Breiðablik verður með veitingasölu við stúkuna á Kópavogsvelli.

 

Sóttvarnarreglur:

  • Grímuskylda
  • Sprittskylda fyrir þá sem ætla að nýta sér leiktækin
  • Svæðinu verður skipt upp í nokkur 300 manna hólf. Vinsamlegast setjið börnin í forgang.

 

Frétt frá Kópavogsbæ um hátíðarnar

 

Hlökkum til að sjá ykkur!