Þessa dagana er unnið hörðum höndum að byggingu nýrrar stúku í Smáranum.
Verklok eru áætluð um næstu mánaðarmót, júní/júlí.
Við getum ekki beðið eftir því að bjóða ykkur til sætis í nýju stúkunni.
Það verður sérstaklega gaman að vígja stúkuna í efstu deildum karla og kvenna í körfuboltanum.
En þar eigum við einmitt lið í báðum flokkum.