Mótsstjórn Símamótsins er þessa dagana að leggja lokahönd á skráningar og leggja fyrstu drög að riðlum og uppstillingu leikja og það er ljóst að þetta 37 Símamót mun toppa allt sem á undan er komið í fjölda þáttakenda og umfangi.

Okkur sýnist allt ætla að ganga upp með svipuðum tímasetningum og í fyrra en við látum vita þegar endanleg dagskrá verður gefin út. Svæðinu verður skipt upp á sama hátt og gekk svo vel á síðasta móti, vel hugað að sóttvörnum og verða  allir sem koma á mótið hvattir til að virða þær sóttvarnarreglur sem í gildi verða á þeim tíma sem mótið verður haldið.

Við hvetjum þjálfara og liðsstjóra þátttökuliða að ganga sem fyrst frá staðfestri skráningu í fjölda þannig að hægt sé að skipuleggja gistingu og matarmál á sem bestan hátt. Ef einhverjar spurningar vakna þá endilega senda póst á simamotid@breidablik.is.