Síminn sýnir beint frá Símamótinu alla helgina

Útsendingin er opin öllum og er aðgengileg á Síminn Sport 1, 2 og 3 rásunum.

Hægt er að fylgjast með í öllum myndlyklum, sem og með Sjónvarps appinu í símanum.

Skiptingin er sem hér segir:

5. flokkur á velli 38 – Síminn Sport 1 6. flokkur á velli 22 – Síminn Sport 2

7. flokkur á velli 1 – Síminn Sport 3

Við þökkum Símanum fyrir þetta frábæra framtak og hvetjum ykkur til að fylgjast með stelpunum í Sjónvarpi Símans.