Mótsstjórn Símamótsins og Breiðablik, þakkar öllum þátttakendum og öðrum mótsgestum á Símamótinu 2021 fyrir frábæra ⚽️⚽️ helgi.

Hundruðir sjálfboðaliða gera þetta mót að veruleika og eiga þeir heiður skilið fyrir óeigingjarnt starf en án þeirra væri ekki hægt að gera þetta mót að veruleika ár eftir ár.

Við þökkum Kópavogsbæ, starfsmönnum Breiðabliks og að bakhjarli okkar, Símanum, fyrir þeirra stuðning.

Vonandi skila mótsgjafirnar sér fljótt til landsins og við komum þeim til allra liða um leið og hægt er.

Hlökkum til að taka á móti ykkur á næsta ári.

Símamótshelgin 2022 verður dagana 7.-10.júlí.