Friðdóra Kristinsdóttir hefur verið ráðinn rekstrarstjóri Breiðabliks og tekur hún við starfinu af Sölva Guðmundssyni sem hefur gegnt því undanfarin ár.

Friðdóra er iðnrekstrarfræðingur að mennt, gift Erni Ásgeirssyni kerfisstjóra og eiga þau þrjár dætur sem ýmist hafa verið eða eru iðkendur í Breiðablik.

Undanfarin ár gegndi Friðdóra starfi fjármála-/skrifstofustjóra hjá HBH Byggir.

Hún mun hefja störf í byrjun ágúst.

Um leið og við bjóðum Friðdóru velkomna til starfa þökkum við Sölva Guðmundssyni fyrir vel unnin störf.