Það verður að teljast ansi líklegt að þorrablótsleysi þessa árs sé ástæðan á bakvið metsölu næstkomandi blóts.

Kópavogsblótið sem haldið verður í Kórnum föstudaginn 21. janúar 2022 seldist nefnilega upp á rúmum 5 klst nú rétt í þessu.

Fyrir þá sem ekki muna þá fór blótið fram í Fífunni í fyrra og var það jafnframt fjölmennasta þorrablót sem haldið hefur verið.

Nú er bara að telja niður dagana, plana fyrirpartýið og bóka klippingu.

Smellið hér til að sjá dagskránna og annað slíkt á facebook-síðu viðburðarins