Ingvar Ómarsson tók þátti í sinni síðustu maraþon fjallahjólakeppni á árinu um síðustu helgi. Um var að ræða 4 daga keppni, Costa Blanca Bike Race á Spáni. Dagleiðirnar voru mislangar en mjög krefjandi. Fyrsti dagur var lengstur, 52km með mjög bröttum brekkum og Ingvar varð 8. þar. Dagur tvö var tímatökudagur þar sem hjólaðir voru nánast lóðréttir 12km og þar náði Ingvar að vinna sig aðeins upp töfluna og minnka bilið í næstu menn.  Næstu dagar voru 30km og 50km þar sem Ingvar náði að minnka forskotið aðeins meira og hann endaði í 7. sæti sem er frábær árangur í svona sterkri keppni. Heildarvegalengd var 148 km og tími Ingvars var 7:23:49 en sigurvegari varð Anton Sintsov frá Rússlandi á tímanum 6:55:20. Ingvar fékk 35 UCI stig fyrir árangurinn og hann færðist úr 47. í 41. sæti á heimslistanum sem er bæting á hans árangri og er sem fyrr langbesti árangur Íslendings í hjólreiðum. Þetta var 29. mót ársins hjá Ingvari og frábær endir á keppnistímabilinu og verður gaman að fylgjast með Ingvar á nýju keppnistímabili á næsta ári.