Opinn fundur um jafnfrétti og fjölbreytileika í íþróttastarfi.
11. nóvember kl 18:30 í Smáranum og á Youtube (https://www.youtube.com/watch?v=reG_I45-vwA)
 
Knattspyrnudeild Breiðabliks boðar til opins fyrirlestrar um jafnrétti og fjölbreytileika í íþróttastarfi með það fyrir augum að virkja og styrkja  foreldra til samstarfs um enn betra íþróttastarf hjá Breiðabliki.
Fjallað verður um ómeðvitaða hlutdrægni og áhrif hennar á börn og unglinga. Einnig verður rætt um hvernig við sem foreldrar getum stutt við íþróttamenningu þar sem börn geta notið sín í leik og starfi frá sjónarhóli jafnréttis og fjölbreytileika.
Fyrirlesari er Sóley Tómasdóttir en sérfræðiþekking hennar á sviði jafnrétis og fjölbreytileikamála byggir á áratuga reynslu af stjórnun, stjórnmálum og samfélagsrýni í bland við rannsóknir á þessu sviði.
Fundurinn er opinn og hvetjum við sem flesta til þess að kynna sér þetta gríðarlega mikilvæga málefni.