Nú fer senn að líða að jólum og margir ýmist búnir eða á leiðinni að skreyta.

En þá er það stóra spurningin, er jólakúlu Breiðabliks að finna á þínu heimili?

Ef ekki þá mælum við með að fjárfesta í einni slíkri sem fyrst á meðan birgðir endast.

Fagurgræn kúlan fer einkar vel með greni og þá helst á jólatrénu sjálfu.

Þess má geta að rauður borðinn á að tákna logann í kyndlinum sem prýðir merki félagsins.

Jólakúluna má nálgast í vefverslun félagsins með því að smella hér en einnig í afgreiðslunni í Smáranum.