Hin árlega Íþróttahátíð Breiðabliks verður haldin miðvikudaginn 12. janúar.

Þar verður okkar allra fremsta íþróttafólk heiðrað fyrir framúrskarandi árangur á liðnu ári.

Herlegheitin hefjast klukkan 17.30 í veislusal Smárans.

Viðburðurinn verður að sjálfsögðu í beinu streymi á BlikarTV rásinni á Youtube.