Klukkan 13:00 í dag, föstudaginn 21. janúar, var dregið í Jólahappdrætti Breiðabliks hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.

Líkt og áður var einungis dregið úr seldum miðum sem voru í heildina 4546 talsins.

Breiðablik langar að þakka bæði iðkendum fyrir góða þátttöku í sölu á miðunum og einnig kaupendum fyrir góðar viðtökur.

Hér má sjá vinningsnúmeraskrána.

ATHUGIÐ: vinningshafar skulu senda tölvupóst á arnordadi@breidablik.is áður en vinninga er vitjað.