Nýverið var undirritaður samstarfssamningur körfuknattleiksdeildar Breiðabliks við Lind fasteignasölu.
Fasteignasalan Lind kemur inn sem aðalstyrktaraðili deildarinnar og gildir samningurinn út keppnistímabilið 2022.
Það er afar ánægjulegt fyrir okkur að gera samning við Lind og hlökkum við til að vinna með þeim á tímabilinu.
Vert að minna sömuleiðis á samning Lindar við Breiðablik sem felur í sér að Lind fasteignasala ætlar að leggja til 100.000 kr til Breiðabliks fyrir hverja selda eign sem er skráð í gegnum, www.fastlind.is/breidablik
Við hvetjum að sjálfsögðu alla Blika í söluhugleiðingum að skrá eignina sína þar í gegn.
Á myndinni eru f.v. Isabella Ósk Sigurðardóttir, leikmaður meistaraflokks kvenna, Ívar Ásgrímsson, yfirþjálfari körfuknattleiksdeildar Breiðabliks, Sveinbjörn Jóhannesson,leikmaður meistaraflokks karla, Enok Jón Kjartansson, formaður barna- og unglingaráðs, Kristján Þórir Hauksson framkvæmdarstjóri Lindar Fasteignasölu og Eygló Ása Enoksdóttir leikmaður í 9.flokki.