Breiðablik undirritar samning við Tekt – Birtingar og markaðsráðgjöf
Fulltrúar Breiðabliks og Tekt undirrituðu á dögunum samstarfssamning um markaðs, sölu og viðburðamál. Er það gert í kjölfar farsæls samstarfs þessara sömu aðila í tengslum við stóra viðburði í knattspyrnunni á liðnu ári, til að mynda bikarúrslitaleik kvenna og riðlakeppni kvennaliðsins í Meistaradeild Evrópu.
Eysteinn Pétur Lárusson framkvæmdastjóri Breiðabliks segir reynsluna af samstarfinu afar góða. „Við nýttum okkur þjónustu Tekt í samstarfi við markaðs- og viðburðarstjóra félagsins og gekk það mjög vel. Í framhaldi af því var tekin ákvörðun um að skrifa undir samstarfssamning við fyrirtækið um áframhaldandi vinnu þvert á félagið í þeim stóru verkefnum sem eru framundan“ segir Eysteinn.
Kristján Ingi Gunnarsson einn eiganda Tekt segir bjart framundan hjá Breiðablik. „Við erum auðvitað virkilega spennt fyrir þessu samstarfi enda er Breiðablik stærsta íþróttafélags landsins og í stöðugum vexti. Tækifærin eru gríðarleg og verður gaman að fá að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu sem framundan er í samstarfi við markaðs- og viðburðarstjóra Breiðabliks. Verkefnin eru að verða stærri og mikilvægari þáttur í starfi íþróttafélaga á Íslandi og það að Breiðablik hafi valið Tekt í þetta samstarf skiptir okkur miklu máli. Markmiðið með okkar samstarfi er að sjálfsögðu að sjá til þess að Breiðablik verði í fyrsta sæti á öllum vígstöðvum, líka í markaðsstarfi.“
Á myndinni má sjá Eystein Pétur Lárusson framkvæmdastjóra Breiðabliks og Kristján Inga Gunnarsson einn stofnanda og eiganda Tekt eftir undirrritun samstarfssamningsins.