Haldið verður upp á 17. júní á fimm stöðum í Kópavogi í ár, við Menningarhúsin, Fífuna, í Fagralundi, við Salalaug og Kórinn.

Vegleg skemmtidagskrá er á öllum stöðum, leiktæki, hoppukastalar, andlitsmálning og sölubásar. Hátíðarsvæðin eru opin frá 12.00 til 17.00. Frítt í öll leiktæki.

Dagskrá við Fífuna:

10:00-10:30 17. júní hlaup Breiðabliks á Kópavogsvelli í umsjón Frjálsíþróttadeildar Breiðabliks (fyrir börn í 1.-6. bekk)

14:00-16:00 Hátíðardagskrá
Hátíðarstjórn: Leikhópurinn Lotta

  • Ávaxtakarfan
  • Birnir
  • Skólahljómsveit Kópavogs
  • Bríet
  • Reykjavíkurdætur

Nánari dagskrá um hátíðarhöld í Kópavogi má finna hér:
https://www.kopavogur.is/is/frettir-tilkynningar/category/1/17-juni-i-kopavogi-hatidardagskra