Stelpurnar keppa við Val í úrslitum Mjólkurbikarsins á laugardaginn 27.ágúst kl.16.
Leikurinn er spilaður á Laugardalsvelli og verður boðið upp á rútur á völlinn.
Fyrir leikinn ætlum við að halda fjölskylduhátíð í Fífunni og búa til góða stemningu fyrir leikinn!
Hátíðin verður milli kl.13-15 og verður boðið upp á Domino’s pizzur og drykki.
Í Fífunni verða svo fótboltaþrautir og boðið verður upp á andlitsmálningu.

Miðasala á leikinn fer svo fram hér, tryggðu þinn miða sem fyrst: