Hin árlega járnmannskeppni í Barcelona (Ironman Barcelona) fór fram í gær.
Syntir voru 3,8km því næst var hjólað 180 km og að lokum var hlaupið rúmlega 10km.
Sigurður Örn Ragnarsson kom fyrstur í mark á tímanum 8 klst, 42 mínútur og 1 sekúnda og var rúmum 6 mínútum á undan næsta manni.
Hvorki fleiri né færri en 1610 karlar tóku þátt í þessari sterku keppni!
Þetta er í fyrst skiptið sem Íslendingur sigrar heildarkeppni í Ironman og árangurinn veitir honum jafnframt þátttökurétt á heimsmeistaramótinu í Ironman sem fram fer á Hawaii í október á næsta ári.
Þess ber að geta að þetta var fyrsta Ironman keppni Sigurður en hingað til hefur hann aðallega keppt í hálfum járnmanni.
Yfirburðir Sigurðar í þríþraut á Íslandi hafa verið miklir undanfarin ár og verður spennandi að fylgjast með okkar manni á komandi tímum!